3% CBD Olían okkar er fullkomin til að nota sem serum í þinni húðrútínu, annaðhvort beint á andlitið eða borin á á eftir rakakreminu. Það er líka gott að bera hana á staðbundna kvilla eins og bólur, þurrkubletti og exem.
EIGINLEIKAR:
- Jafnvægi og viðgerð: Stýrir og kemur jafnvægi á framleiðslu fitu- og húðfrumna, sem gerir það að verkum að olían hentar vel á staðbundin húðvandamál eins og bólur og exem (ofnæmishúðbólgum).
- Hreinsandi og rakagefandi: Hreinsar húðina um leið og hún gefur henni raka, þökk sé bakteríudrepandi eiginleikum olíunnar. Veitir náttúrulegan ljóma, raka og létti fyrir viðkvæma húð og staðbundin húðvandamál.
- Dregur úr sársauka og kláða: Verkjastillandi eiginleikar CBD hjálpa til við að draga úr óþægindum vegna ákveðinna húðvandamála, t.d. exem og bólur. Róandi eiginleikar þess geta svo hjálpað til við að minnka kláða, sem er algengur fylgikvilli exems og psoriasis.
- Hægir á öldrun: Berst gegn sindurefnum og oxunarálagi, verndar húðina þannig gegn mengun og öldrun, bæði af innri og ytri orsökum.
- Jafnvægi og nærandi: CBD og hampfræolía eru rík af flavonoids, vítamínum, steinefnum, fitusýrum og nauðsynlegum amínósýrum. Það er nauðsynlegt í umhirðu húðarinnar, þessi hráefni róa og hjálpa til við að koma jafnvægi á náttúrulegt ferli endocannabinoid kerfisins.