Það er tilvalið að nota Hani+ andlitsmaskann til þess að gera daginn þinn og þig í leiðinni aðeins sætari. Maskinn er róandi, rakagefandi og veitir ljóma. Ef þú færð oft (eða ert með) húðbólgur eins og exem, bólur eða frunsur, þá er þetta maskinn fyrir þig! EIGINLEIKAR:
- Bakteríudrepandi: Hunang og CBD hafa bæði bakteríudrepandi og sótthreinsandi áhrif og geta minnkað líkur á ýmiskonar sýkingum. Minnkar einkennin og ver gegn frunsum (herpes simplex).
- Stjórnar framleiðslu á húðfitu og húðfrumum: Fyrir andlit, háls og bringu, varir, viðkvæm svæði og fyrir þá sem eru með bólgusjúkdóma í húð eins og ofnæmishúðbólgu (exem) og bólur.
- Endurnýjun húðarinnar: Veitir ljóma, nærir og léttir á ertri húð. CBD og hunang veita húðinni andoxunarefni og fitusýrur, sem eru ómissandi við viðgerð og endurnýjun hennar. Þessir eiginleikar eru tilvaldir til að berjast gegn daglegum áhrifum sólar og mengunar.
- Minnkar bólgur: CBD Hunang býr yfir bólgueyðandi eiginleikum, og er eiturefnalaus lausn gegn húðvandamálum fyrir fólk með bólur og exem.
- Verkjastillandi: Róar og dregur úr sársauka með því að koma jafnvægi á boð líkamans við verkjum.
- Andoxunarefni: Hunang og CBD er ríkt af andoxunarefnum sem berjast gegn sindurefnum, og vernda húðina gegn öldrun og mengun.
Hunangið okkar er ræktað af býflugnaræktendum sem halda í aldagamlar handverksaðferðir við söfnun hunangsins, virða vellíðan býflugnanna og jafnvægi í býflugnabúunum, til fá úr þeim hreint hunang.
TILLÖGUR AÐ NOTKUN:
- Byrjaðu á að þrífa öll óhreinindi af húðinni á þinn hátt og skyldu húðina eftir raka.
- Þú getur bæði notað Hani+ eitt og sér eða blandað með öðrum ofurfæðum (t.d. matcha).
- Hér eru nokkrar hugmyndir að heimagerðum möskum. (Link: 5 masks with Hani+)
- Berið ca 2 tsk af Hani+ á andlit og háls, einu sinni til tvisvar í viku. Gott er að blanda með örfáum dropum af vatni og hræra vel í svo áferðin verði teygjanleg, þá er auðveldara að bera hunangsmaskann á sig.
- Ef þú berð á þig hreint Hani+, þá máttu láta það liggja á húðinni eins lengi og þú vilt, en 20 – 30 mínútur eru í rauninni nóg.
- Þrífðu svo af með volgu vatni.
TIPS:
- Til þess að hámarka virkni vörunnar er best að opna allar húðholurnar. Gott er að nota þvottapoka með heitu vatni eða standa með andlit fyrir potti með sjóðandi vatni. (Ef þú notar pott með sjóðandi vatni er gott að hafa handklæði yfir höfðinu á meðan).
- Komdu þér vel fyrir og slakaðu á. Hunangsmaski með podcast, bók eða uppáhalds þættinum þínum er frábær leið til að slaka á og endurnærast.
- Lærðu að þekkja þína húð og finndu út hvernig umhirðu hún þarf á að halda.
- Kynntu þér bestu leiðirnar til að nota CBD fyrir húðina þína.
- Þú getur skoðað okkar húðrútínur og maskauppskriftir undir “töfrar CBD”. Svo getur þú fundið fullt af öðrum upplýsingum undir “fróðleikur”, t.d. hvernig best sé að nota CBD.
ATHUGIÐ: Notist ekki ef viðkomandi er með ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnum vörunnar. CBD er unnið úr Cannabis Sativa L plöntunni. Það hefur ekki hugbreytandi áhrif, byggir ekki upp þol og er ekki ávanabindandi. Með útvortis notkun kemst CBD ekki í blóðrásina. Til að fræðasta meira um CBD, kynnið ykkur skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um notkun CBD.