THE BEEMINE LAB __ VIÐ BJÖRGUM BÝFLUGUNUM __ WE HEAL WITH CBD __ INNIHELDUR EKKI THC __

Nuddolía með CBD

kr.6.264,00 Iva incluido

Setja í Körfu

Nuddolía með CBD Tilvalin í slakandi nudd fyrir þreytta og verkjaða vöðva.  Einnig tilvalin í rómantískt nudd með elskhuga þínum. 100ml (3.38 fl OZ.) Náttúruleg innihaldsefni, vottuð af Evrópusambandinu. 99% náttúrulegt innihaldsefni, vegan og 100% cruelty free.

Nuddolían með CBD er fullkomin til að draga úr vöðvaspennu og vöðvaverkjum.  Þú getur líka notað hana til þess að skapa afslappandi og rómantískt andrúmsloft, í næði eða með félagsskap.

 

EIGINLEIKAR:

  • Líkamleg og andleg slökun:  Verkjastillandi eiginleikar CBD gera þessa vöru tilvalda til þess að draga úr vöðva- og liðverkjum og til þess að skapa rólegt og slakandi andrúmsloft, þökk sé líkamlegrar slökunar og mildum hamp ilm.
  • Rakagefandi og mýkjandi:  Nuddolían er rakagefandi og veitir því húðinni ljóma og mýkir hana upp.  Tilvalið í nudd.
  • Endurnýjandi fyrir allar húðgerðir:  Andoxunarefnin og bakteríueyðandi áhrifin hreinsa og verja húðina fyrir mengun og ótímabærri öldrun.  Þau hjálpa einnig við að halda jafnvægi á náttúrulegu ferli húðarinnar og dregur þess vegna úr húðvandamálum eins og bólum og exemi.
  • Nærandi:  Nuddolían inniheldur hampfræ- og kókosolíu og er rík af flavonoid, vítamínum, steinefnum, fitusýrum og nauðsynlegum amínósýrum.  Þessi innihaldsefni eru nauðsynleg til þess að viðhalda góðri húð.

 

INCI:

CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, HELIANTHUS ANNUUS(SUNFLOWER) SEED OIL, CANNABIS SATIVA SEED OIL, CANNABIDIOL, TOCOPHEROL

INNIHALDSEFNI:

LÍFRÆNT HAMPFRÆOLÍA
CANNABIDIOL (CBD)
KÓKOSOLÍA
TOCOPHEROL (E VÍTAMÍN)

NATURAL ORIGIN:

99%

MAGN CBD:

1000 MG CBD – 1 mg af CBD í hverju pumpi


Athugið: Þessi vara er ætluð til útvortis notkunar þar sem að á Íslandi er ekki leyfilegt að innbyrða CBD, þó það sé leyfilegt í mörgum öðrum löndum.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

Nuddolía með CBD fyrir vöðvanudd:

  1. Hreinsaðu húðina og veittu henni raka fyrir betri upptöku.
  2. Hafðu húð og hendur rakar, t.d. með því að nota blautan þvottapoka.
  3. Settu olíuna í lófann og hitaðu hana upp með því að nudda lófunum saman, það stuðlar að betri upptöku.
  4. Berðu vel af olíunni á svæðið sem á að nudda.  Notaðu léttan þrýsting til að slaka á vöðvum og minni þrýsting á liðverki.

Nuddolía með CBD fyrir rómantískt nudd*:

  1. Prófaðu fyrst að bera smá olíu á lítið húðsvæði.
  2. Nuddaðu á örvandi svæði til að bæta slökun og kynörvun eða draga úr sársauka.

*VARÚÐ: Notist ekki með latex getnaðarvörnum eða latex og/eða polyisoprene leikföngum. Notið ekki á þennan hátt á ófrískar konur eða á konur með barn á brjósti.

ATHUGIÐ:

Ekki innbyrða. Notið ekki nálægt augum. Forðist snertingu við föt og annan textíl. Geymist á köldum og þurrum stað þar sem börn ná ekki til.  Ekki nota ef þú hefur ofnæmi fyrir einhverjum af innihaldsefnunum.

Það sem Beemine stendur fyrir

Með því að kaupa vörur hjá okkur ertu að styðja við sjálfbæra býflugnarækt sem hjálpar meðal annars til við að koma býflugum úr útrýmingarhættu. The Beemine Lab leggur áherslu á að framleiða vörur á umhverfisvænan hátt á öllum framleiðslustigum. Við stuðlum að því að nota náttúrulegar lausnir sem jörðin okkar býður upp á, á virðingarríkar hátt, til að vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika.

Únete a nuestra newsletter y recibe un 10% de descuento en tu primer pedido
0
KARFAN ÞÍN